Google+

Goðsögnin - KILROY was here!

Hinn ungi James Kilroy vann á höfninni í Boston á stríðsárunum. Hann vann við að ferja kassa fulla af gallabuxum á skip sem fóru út um allan heim.
KILROY was here - The Legend
James Kilroy used work on the docks of Boston back in the 1940's.

Það var snemma einn nóvember morgun er veðrið var grátt og leiðinlegt. James Kilroy langaði að halda sig innandyra í hlýjunni og þá helst undir sæng en þá heyrði hann. "Hey Kilroy, er þig að dreyma? Getur þú aldrei komið neinu í verk?" kallaði verkstjórinn, en Kilroy var vanur ásökunum og móðgunum verkstjórans.

Það var þó satt, það var fullt af kössum fullum af bláum gallabuxum sem átti eftir að ferja á skipin. Hann gat ekki komist hjá því - hann varð að vinna vinnuna sína. Þegar Kilroy beygði sig niður til að ná í einn af trékössunum fékk hann frábæra hugmynd - hún var svo góð að hann varð að framkvæma hana. Með krít skrifaði hann á hvern einasta kassa: "KILROY WAS HERE!" eða "KILROY VAR HÉR!". 

Þegar kassarnir komu svo til ýmissa hafna heimsins þá hafði hugmynd Kilroys einnig ferðast um allan heiminn -  mjög áhrifarík leið til að komast á milli staða! 

Og frá þessu augnabliki, þegar verkstjórinn öskraði á James Kilroy að hann væri ekki að koma neinu í verk, þá brosti Kilroy bara. Hann vissi betur. Því í höfnum um allan heim var sönnun þess að verkstjórinn hafði rangt fyrir sér. Kilroy vissi að það væru til ýmsar leiðir til að komast yfir landamæri, brjótast út úr skelinni og vera sjálfstæður og frjáls. 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband