Upplifðu það besta sem borgin hefur upp á að bjóða í skemmtilegri borgarferð. Iðandi mannlíf, fjölbreytt menning, ólík hljóð, mismunandi lyktir af mat, fólki, og gróðri. Þetta sameinast allt í skrítna og skemmtilega borgarupplifun. Stórborgir hafa þann frábæra eiginleika að samanstanda af ólíkum svæðum, fólki og menningaráhrifum. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Borgarferðir geta verið meira en bara verslunarferðir
Hver kannast ekki við það að fara í borgarferð til að klára jólagjafainnkaupin? En borgarferðir geta verið svo miklu meira en það! Ef þú ferð aðeins fyrir utan "laugaveg" borgarinnar þá bíða þín nýjar upplifanir þar sem þú getur fylgst með og séð hvernig hversagslífið er í þeirri borg sem þú heimsækir. Við getum hjálpað þér að fara í óhefbundna borgarferð sem mun gefa þér allt aðra upplifun en hin hefðbundna verslunarferð. Þú getur sameinað borgarferð hjá okkur við stærri ferð sem þú ert að fara í, eða heimsótt bara þessa einu ferð.
Hop-on/hop-off rútur, gönguferðir og allt þar á milli
Hop-on/hop-off rútur eru frábær leið til þess að fá fljótlega og yfirgripsmikla kynningu á stórborgum í borgarferðum. Ef þú hefur takmarkaðan tíma eða vantar aðstoð við að skipuleggja dvölina þína í stórborg skaltu leita innblástrar í borgarferðunum okkar. Við bjóðum upp á borgarferðir af öllum stærðum og gerðum í öllum helstu borgum heimsins. Allt frá nokkurra klukkustunda skoðunarferðum upp í fimm daga pakka, stútfulla af spennu og upplifunum.
Sjáðu öll frægustu kennileitin, fallegustu staðina og spennandi umhverfi en stundum leynast einnig gersemar rétt utan við borgarmörkin sem erfitt er að kanna á eigin spýtur. Ímyndaðu þér skoðunarferð um iðandi stórborg fyrsta daginn, vínekrur og vínsmökkun þann næsta og að upplifa framandi dýralíf og fallega náttúru í þjóðgari þann þriðja. Það getur gerst í borgarferð með okkur.