Menning og náttúra Nýja-Sjálands býður upp á afar spennandi valkosti, ef gerður er samanburður við önnur enskumælandi lönd. Í boði er mikið úrval af námi sem er metið á heimsklassa. Nýja Sjáland er fyrirrennari á mörgum sviðum og oft leiðandi í mörgum alþjóðlegum samanburðum á námsstöðlum.
Samstarfsháskólar okkar á Nýja-Sjálandi búa að yfir 100 ára reynslu og eru alþjóðlega viðurkenndir og námsframboð er afar fjölbreytt.
Nýja-Sjáland liggur mitt á milli miðbaugs og suðurpóls, algjörlega aðskilið frá öðrum stöðum á jarðarhvelinu. Á Norðurey er miðjarðarhafsloftslag en á Suðurey er aðeins kaldara. Náttúran er á meðal hreinustu í heimi. Stærsti hluti íbúa eiga rætur sínar að rekja frá Evrópu.
Nýsjálendingar, eða "the kiwis" eins og þeir eru gjarnan kallaðir, eru afar vingjarnlegir og taka vel á móti alþjóðlegum námsmönnum. Nýsjálendingar eru mikið fyrir útiveru og því er Nýja-Sjáland fullkominn staður fyrir útilífsunnendur. Borgir Nýja Sjálands eru öruggar og þæginlegar.
Vinna með námi
Ef námið þitt er lengra en 12 mánuðir geturðu sótt um atvinnuleyfi til að geta unnið 20 tíma á viku, og í fullri vinnu í skólafríum. Að vinna samhliða námi er afar sniðug leið til að afla sér smá vasapening og reynslu. Vertu samt meðvitaður um að námið krefst mikils tíma svo við mælum með að þú einbeitir þér að náminu fyrsta misserið, þannig finnurðu út hversu mikinn tíma þú þarfnast fyrir heimalærdóm. Ef þú ert á skiptiönn en vilt samt vinna samhliða námi þá er nauðsynlegt að skipuleggja tímann vel.
Tryggingar
Allir námsmenn þurfa að kaupa staðbundna sjúkdómstryggingu en einnig mælum við með að þú kaupir þér góða ferðatryggingu.
Annað
Loftslag: Þar sem Nýja-Sjáland liggur í Suður-Kyrrahafi er vetur þar þegar sumar er á Íslandi, og öfugt. Nýja-Sjáland liggur þétt við miðbaug þar sem rifan á ósonlaginu er stór, á sumrin skaltu því varast sterku sólina og brenna ekki. Það getur orðið kalt á veturna og það á til að vera snjóstormar á Suðurey. Á Norðurey snjóar sjaldan og fer hitastig sjaldan undir frostmark, ef frá er talið hálendið við eldfjöllin.