Í Japan finnur þú risastórar borgir, falleg musteri, hveri, falleg kirsuberjatré, hátækni iðnað, Súmó glímumenn, eldfjöll, skíðasvæði og sushi eins og það á að vera. Þetta er aðeins forsmekkurinn. Japan er eitt fjölmennasta land heims og hefur einnig orðið eitt af áhrifamestu ríkjum heims. Japan er einnig orðinn mjög vinsæll staður meðal alþjóðlegra nemenda.
Fleiri og fleiri háskólar í Asíu eru að taka upp á því að kenna á ensku, þannig að maður þarf ekki að vera altalandi á japönsku þegar þú hefur nám þitt. Þú hefur yfirleitt tækifæri til að læra japönsku meðfram námi og þú munt fá þekking á þessu spennandi svæði. Þetta getur reynst dýrmæt reynsla og mun eflaust gera þig mjög aðlaðandi á vinnumarkaði. Japan hefur menningu sem er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast, og þessi dvöl mun gefa þér alveg nýja sýn á bæði heiminn í kringum þig og sjálfan þig.
Vinna með námi í Japan
Þú getur unnið 28 tíma á viku meðfram námi ef þú ert á nemendavegabréfsáritun í Japan. Þessar upplýsingar eru samt best fengnar frá sendiráði Japans til staðfestingar þar sem þessar reglur geta breyst.
Tryggingar
Ritsumeikan APU krefst þess að alþjóðlegir nemendur séu sjúkratryggðir. Athugaðu þetta vel hjá Tryggingastofnun.