Hillsborough Community College (HCC) er háskóli sem býður upp á tveggja ára nám eða "associates degrees". Skólinn er með 5 háskólasvæði í Tampa, Flórída og nærliggjandi svæðum. Nemendur í HCC njóta sólarinnar yfir allt árið, flotta borgarstemmningu og sumum af bestu ströndum heims.
Nám fyrir þig?
HCC býður upp á breitt úrval af Associates gráðum (AA eða AS). Eftir tvö ár geta nemendur fært sig yfir í aðra menntastofnun sem þriðja árs nemandi og klárað þannig bachelor gráðu. Að auki þá hafa þeir nemenedur HCC sem hafa farið í gegnum HCC Honors Institute komist inn í bestu skóla Bandaríkjanna í framhaldinu.
Afhverju að læra hjá HCC?
- Frábær staðsetning í miðri Flórída við Mexíkóflóa þar sem sólin skín allan ársins hring
- Mögulegt að færa sig yfir í háskóla með bachelor gráðu og byrja á þriðja ári
- Hægt að sækja um þótt þú sért ekki með stúdentspróf
- Háskólaheimavist sem er algjör lúxus
- Alþjóðlegir nemendur frá yfir 130 löndum
- Frábær þjónusta fyrir alþjóðlega nemendur
- Litlar kennslustofur þar sem þú færð persónulega kennslu
- Fjölbreytt háskólasvæði og námsumhverfi
Orðspor
- HCC er viðurkenndur hjá Southern Association of Colleges and Schools (SACS).
- HCC er með flesta innritanir af öllum skólum í Tampa flóanum.
- Er í fimmta sæti yfir veittar Associates gráður í Bandaríkjunum.
- Meirihluti þeirra sem útskrifast með AA gráðu færa sig svo yfir í skóla með bachelor gráður.
Námssvið skólans
HCC býður upp á yfir 160 námssvið svo það er úr nógu að velja. Hér sérðu nokkur dæmi:
- Architecture
- Arts
- Aquaculture
- Business Management
- Criminology and Criminal Justice
- Computer Technology
- Dance
- Digital Media
- Teacher
- Engineering
- Event Planning Management
- Hospitality and Tourism
- Music
- Psychology
- Political Science
- Records Management
- Social Sciences
- Sustainable Design
- Television Production
- Web Designer
Vinsælustu fög HCC á meðal erlendra nemenda er viðskiptafræði, tölvunarfræði, verkfræði og ferðamálafræði.
Umsóknartími fyrir skólann
Hér getur þú fundið umsóknartímann fyrir skólann:
- Haustönn (Ágúst-Desember) - Umsóknarfrestur: Júní
- Vorönn (Janúar-Maí): Umsóknarfrestur: Október
- Sumarönn (Maí-Ágúst): Umsóknarfrestur: Mars