Við getum fullvissað þig að þér á ekki eftir að leiðast í Sydney! Borgin er gríðarlega fjölmenningarleg en þar búa einstaklingar frá öllum heimshornum. Þar með getur þú upplifað fjölbreytta matarmenningu á veitingastöðum, kaffihúsum, mörkuðum og stúdentagörðunum. Það er fjöldi af ódýrum valmöguleikum í boði og við skorum á þig að upplifa Sydney með öllum nýju vinunum!
Námsmannalífið í Sydney
Sydney er afar fjölmenningarleg borg og býður, í samræmi við það, upp á gríðarlegan fjölbreytileika þegar kemur að matar- og menningarupplifunum. Að auki er stutt í náttúru- og dýraupplifun.
Eitt af því besta við að stunda nám í Sydney eru allar strendurnar. Hvernig lýst þér á að geta lesið skólabækurnar á ströndinni? Við Sydney eru um 35 strendur og eru nokkrar af þeim bestu ekki nema í um 10 km fjarlægð frá miðbænum. Þú þarft því ekki að fara langt til að slaka á í sólinni eða upplifa frábært surf. Topp þrjár strendurnar eru Bondi, Manly og Coogee.
Fullkomin blanda af borgar- og strandlífi
Í Sydney finnur þú frábæra blöndu af borgar- og strandlífi. Á sólríkum degi er fullkomið að rölta um Sydney Harbour og taka svo ferjuna þaðan til Manly þar sem þú getur náð þér í D-vítamínsskammt dagsins. Önnur tillaga væri að taka strætó að Bondi þar sem þú getur slakað á í sandinum, verslað og upplifað frábæra matargerð á sama tíma og þú hlustar á ölduganginn.
Afþreyingar fyrir námsmenn í Sydney
Í Sydney finnur þú mörg mismunandi hverfi sem öll hafa sín séreinkenni. Sem nemandi færð þú tækifæri til að rölta um og upplifa allt það sem þau hafa upp á að bjóða. Hér eru nokkrar tillögur að afþreyingu í Sydney; röltu um Botanical Gardens, gakktu um strandlengjuna á milli Bondi og Coogee og gakktu yfir Sydney Harbour brúna.
Veðurfarið
Í Sydney er temprað loftslag með heitum sumrum og mildum vetrum. Heitasti mánuður ársins er janúar og er meðalhitinn þá á bilinu 18 til 25°C. Veturnir eru mildir og er kaldasti mánuður ársins júlí, með meðalhita á bilinu 8 - 16 gráður.
Námsmannaafslættir í Sydney
Náðu í ISIC appið og finndu frábæra afslætti í þínu næsta nágrenni. Sparaðu pening Sydney með ISIC. Þú finnur nánari upplýsingar um ISIC kortið hér.