Langar þig að ferðast og skapa?
Við trúum á mátt ferðalaga. Ferðalög geta gefið þér nýja sýn á lífið, brotið niður menningarlegar hindranir og gert heiminn opnari. Þess vegna höfum við ákveðið að gefa út 6 ferðastyrki á þessu ári, 3000 EUR hver, til KILROY ferðalanga sem munu þá deila ferð sinni með fylgjendum KILROY. Við höfum nú þegar gefið út 3 styrki og nú er komið að næstu 3!
Lestu áfram til að fá frekari upplýsingar um hverja við erum að leita að og hvernig þú getur sótt um.

Hverjum erum við að leita að?
Við erum að leita að einhverjum sem er til í að deila ferð sinni með okkur og fylgjendum KILROY. Þetta þýðir að deila með okkur því efni sem þú býrð best til á ferðalögum. Þetta getur verið allt frá myndböndum, myndum, tik tokum, bloggfærslum - hvers kyns efni sem þú ert góð/ur að búa til.
Þú ættir að sækja um ef...
- Þú ert að fara í (eða að hugsa um að fara í) námspásu, nám erlendis, ævintýraferð, hópferð, heimsreisu eða hvers kyns lífsbreytandi ævintýri
- Þú lítur á þig sem landkönnuð og ert forvitin/n um heiminn
- Þú ert á aldrinum 18-30 ára
- Þú hefur brennandi áhuga á að taka myndir/myndbönd á ferðalögum þínum og munt taka tíma sérstaklega til að búa til skemmtilegt og grípandi efni
- Þú ert til í að deila ferð þinni á samfélagsmiðlum KILROY
- Þér finnst ekki óþægilegt að tala/skrifa ensku
- Þú ert fullbólusett/ur
- Þú ætlar að ferðast með KILROY eða þú vilt ferðast með KILROY
- Þú býrð á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Belgíu eða Hollandi
Ef þetta hljómar eins og þú lestu þá áfram um hvað Explorer Program felur í sér og hvernig þú getur sótt um til að fá 3000 EUR fyrir þitt ferðalag!
![]()
Hvað þarft þú að gera?
Það er einfalt! Þú þarft að leyfa KILROY fylgjendum að fylgjast með ferðinni þinni með því að deila nokkrum af myndunum þínum og myndböndum með okkur.
Það sem við viljum fá út úr „Explorer Program“ eru sannir KILROY talsmenn.
Hvað er í boði fyrir þig, fyrir utan 3000 EUR í viðbót við ferðakostnaðinn þinn? Þú munt til dæmis ná til KILROY fylgjenda og þú færð tækifæri til að krydda aðeins upp á ferilskrána þína með einhverjum af þeim afþreyingum sem við bjóðum upp á út um allan heim. Hljómar eins og nokkuð góður díll er það ekki?
Hvernig á að sækja um?
En hvernig sækir þú um? Það er einfalt! Ef þú ert að ferðast 2023 þá getur þú sótt um. Það fyrsta sem þú þarft síðan að gera er að ákveða hvort þú ert að ferðast sóló, með vini/maka eða sem hópur (mundu að ef þú sækir um fyrir hönd margra þá færðu aðeins 3000 EUR einu sinni). Þegar það er ákveðið getur þú hafið umsóknarferlið með því að fylla út umsóknarformið og setja inn stutt myndband um sjálfan þig.
Í myndbandinu viljum við að þú komir fram á eftirfarandi atriði:
- Kynning á sjálfum/sjálfri þér
- Deildu bestu ferðasögunni þinni (ef þú átt eina)
- Í hvað myndir þú eyða þessum 3000 EUR?
- Sýndu okkur þína skapandi hlið
Þegar umsóknarfresturinn rennur út munum við fara yfir allar umsóknirnar og velja okkar topp 5 umsækjendur. Þessir umsækjendur fara síðan áfram í næstu umferð, þar sem verður kosið um sigurvegarana á okkar miðlum. Þeir 3 einstaklingar/pör/hópar sem fá flest atkvæði í þessari umferð fá 3000 EUR! Opið er fyrir umsóknir í öllum mörkuðum KILROY (Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Belgíu, Hollandi og Ísland).
Umsóknarfresturinn er til og með 20. nóvember 2022.
