Langar hlaupahópinum að hlaupa annarstaðar en í Fossvoginum, eða er kominn tími á að saumaklúbburinn og makar skelli sér á almennilega árshátíð? Það skiptir ekki máli hversu stór eða smár hópurinn er við getum sett saman drauma pakkaferðina ykkar. Við sérhæfum okkur í að sérsníða hópaferðir eftir óskum hópsins þíns. Eruð þið með einhverja sérstaka áfangastaði í huga, langar ykkur að gera eitthvað ákveðið? Við hjálpum ykkur að finna út hvað hentar ykkur best og sjáum um bókanir á flugum, gistingu og afþreyingum.