Fá fría ráðgjöf
Ferðin
Flogið er til Parísar, en við hjálpum ykkur að finna og bóka hagstæð flug fyrir hópinn. Þegar þangað er komið er hópnum skutlað á hótel sem hentar ykkar verðhugmyndum á besta stað. Á hótelinu er morgunverður innifalinn. Í París getum við síðan aðstoðað hópinn við að bóka skoðunarferðir um borgina, bókað borð á flottum veitingastöðum eða hvað annað sem hópurinn kann að þarfnast. Skoðunarferð í Eiffel turninn hefur til dæmis verið vinsæl hjá okkur eða dagsferð í Versali en þar er hægt að skoða höllina og njóta hallargarðssins eftir á. Við getum jafnvel skipulagt lautarferð! Þegar ferðinni er lokið er hópnum síðan skutlað aftur frá hótelinu og upp á flugvöll.
Fá meiri upplýsingar