{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Jólaferðir fyrir hópa 2023

Thailand Elephant

Núna er tíminn til að bóka jólaferðina!

Sameinaðu hópinn í tryllt jólafrí. Þetta er tíminn til að bóka! Veldu úr áfangastöðum eins og Tæland, Víetnam, Suður-Afríka, Zanzibar, Kosta Ríka og Mexíkó. Kynntu þér áfangastaðina betur og kláraðu dæmið svo þú missir ekki af jólaflugsætunum.

1. Tæland - 3 vikur

Tæland er tilvalinn áfangastaður fyrir margar fjölskyldur og hópa sem vilja upplifa annars konar jól. Hlýtt veður, stórbrotin menning og fallegar strendur gera þennan áfangastað fullkominn fyrir eftirminnileg hátíðarhöld. Þegar hópurinn hefur ákveðið að Tæland er fyrir valinu þá er næsta skref að ákveða hvernig þið viljið upplifa Tæland. Hér hafið þið þrjá valmöguleika:

Byrja í Bangkok - Enda í Bangkok

Hópferð til Tælands mun fara með þig í spennandi ferð um hjarta Suðaustur-Asíu, frá Bangkok alla leið til Koh Samui. Njóttu einhvers af bestu landslögum og upplifunum í þessu glæsilega landi, á sama tíma og þú uppgötvar ríka menningu þess og heillandi sögu.

Hópurinn verður sóttur á flugvellinum í Bangkok þar sem ferðin getur byrjað með skoðunarferð um borgina. Þar er að sjá fullt af áhugaverðum stöðum og við mælum með því að heimsækja Temple of Dawn, royal crematorium og Grand Palace.

Frá Bangkok getið þið ferðast til Kanchanaburi, þar sem ævintýrið þitt byrjar fyrir alvöru. Þið getur farið um borð í bát sem tekur ykkur upp ána Kwai (Kwai Yai). Hér getið þið heimsótt Hellfire Pass þar sem þúsundir herfanga dóu í seinni heimsstyrjöldinni á meðan þeir byggðu brýr yfir þessa á og ganga síðan í gegnum þetta skarð áður en þú ferð lengra inn í frumskóginn til að sjá asíska fíla í sínu náttúrulega umhverfi.

Áfram er hægt að halda upp landið, alla leið til Chiang Mai þar sem bíður ykkar ótrúleg náttúra í norðurhluta Tælands.

Næst getið þið haldið niður landið og ferðast alla leið til paradísareyjunnar Koh Samui og slakað á áður en þið haldið aftur til Bangkok í flugið heim!

Byrja í Bangkok - Enda í Phuket

Þið byrjið ferð ykkar í Bangkok (þar sem hópurinn er sóttur á flugvöllinn) – ein af líflegustu og mest spennandi borgum Suðaustur-Asíu, með nóg til að halda ykkur uppteknum í borgarfríi. Ef þið hafið tíma skuluð þið fara að skoða hið magnaða Wat Arun hof. Annar hápunktur er Wat Pho, heimkynni hinnar frægu liggjandi Búddastyttu.

Frá Bangkok getum við mælt með því að fara niður til Khao Sok þjóðgarðsins. Hér getið þið gist í timburhúsum rétt við árfarveginn og notið umhverfisins sem er ólíkt öllu sem þið hefur áður séð.

Eftir ótrúlega dvöl í náttúrunni er kominn tími á annarskonar náttúru... strendur! Strendurnar í Phuket eru fullkomnar fyrir alla hópa sem vilja slaka á í sólinni.

Þegar rafhlöðurnar eru allar hlaðnar af sól og sandi er kominn tími til að halda aftur heim frá Phuket.

Byrja í Phuket - Enda í Phuket

Þessi hópferð tekur þig til Phuket (far frá flugvellinum innifalið). Hér færðu tækifæri til að skoða Krabi og Phuket, fullkomin blanda af ströndum og eyjum.

Sigldu á milli eyja, farðu í skoðunarferðir, snorklaðu, sólaðu þig og slakaðu á með hópnum þínum. Á báðum stöðum er að finna frábæra veitingastaði, mikið næturlíf og fullt af afþreyingum.

Eftir dvöl hér er kominn tími til að halda aftur heim með tösku fullt af minningum. Strandfrí verður ekki magnaðra en þetta í kringum jólin!

Innifalið:

  • Flug
  • Far til og frá flugvellinum
  • Gisting á 4* hótelum
  • Samgöngur á milli staða

Verð: Frá 495.000 á mann

Hafa samband um ferð

2. Víetnam: 3 vikur

Við erum að fara til Víetnam í desember, af hverju ekki þið?

Víetnam er fallegt land með mörgum mismunandi stöðum til að skoða og heimsækja. Skellið ykkur í 3 vikna ferð til Víetnam yfir hátíðirnar og skoðaðu fegurð þessa lands í með eigin augum.

Ferðin hefst í Hanoi og mun hópurinn ferðast um landið og njóta útsýnisins á leiðinni. Þið stoppið og skoðið áhugaverða staði eins og Ha Long Bay, Phong Nha og marga fleiri er þið haldið alla leiðina til stranda Phu Quoc þar sem ferðin endar. Flogið er heim frá Ho Chi Minh City.

Jólin þín verða ekki eins og í fyrra, svo mikið getum við sagt!

Innifalið:

  • Flug
  • Far til og frá flugvellinum
  • Gisting á 4* hótelum
  • Samgöngur á milli staða


Verð: Frá 495.000 á mann

Hafa samband um ferð

3. Suður-Afríka: 2 vikur

Ferðin byrjar í Höfðaborg þar sem hópurinn mun hafa tíma til að vafra um og skoða hvað borgin hefur upp á að bjóða. Frá fallegustu ströndum til heimsklassa verslunar og fínna veitinga, Höfðaborg er menningarhjartsláttur Suður-Afríku.

Ekki láta framhjá ykkur fara að ganga upp Table Mountain, en það er nokkuð ómissandi. Gangan hefst frá Cable Way Station og tekur um 5 klukkustundir að ljúka, en útsýnið á toppnum er vel þess virði!

Þið getur líka farið að heimsækja mörgæsirnar við Boulder Bay áður en haldið er í heimsókn á eins og einn víngarð til að smakka dýrindis suður-afrísk vín.

Eftir að hafa kannað borgina og nágrenni hennar heldur hópurinn með flugi til Jóhannesarborgar. Þaðan getið þið farið í safarí í Kruger Park til að fá tækifæri til að koma auga á The Big 5!

Innifalið

  • Flug
  • Far til og frá flugvellinum
  • Gisting á 4* hótelum
  • Samgöngur á milli staða

Verð: Frá 395.000 á mann

Hafa samband um ferð

4. Zanzibar: 2 vikur

Þessi ferð er fyrir hópinn þinn ef þú vilt upplifa smá sneið af Afríku, allt frá ótrúlegum ströndum til skemmtilegrar menningar á Zanzibar. Ef þú vilt getum við jafnvel innifalið millilendingu í Dubaí eða Doha.

Fyrsta stoppið á Zanzibar er Stone Town. Með allan sinn sögulega bakgrunn, taktu þér nokkrar klukkustundir eða dag hér til að kanna hvað þessi staður hefur upp á að bjóða.

Eftir Stone Town heldur hópurinn til eyjaþorpsins Paje, þar sem þið getið snorklað, surfað eða bara notið strandarinnar.

Næst getur leiðin legið til Nungwi, sem er vinsæll staður meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna. Hér getur hópurinn skoðað náttúru Zanzibar og dýralíf eyjunnar.

Áður en haldið er heim á leið, getur hópurinn stopppað við Kendwa Bay.

Innifalið

  • Flug
  • Far til og frá flugvellinum
  • Gisting á 4* hótelum
  • Samgöngur á milli staða

Verð: Frá 395.000 á mann

Hafa samband um ferð

5. Mexíkó: 2 vikur

Ef hópurinn þinn vill bara eitthvað einfalt en samt örlítið framandi um jólin, þá gæti Mexíkó verið rétti staðurinn fyrir ykkur!

Flogið er út til Mexíkó með stoppi í New York (hér getið þið bætt við nokkrum dögum ef þið viljið). Frá New York er flogið til mexíkönsku rívierunnar þar sem hópurinn mun gista á glæsilegu resorti.

Njótið lífsins á ströndunum, njótið dásamlegrar matargerðar og ef hópurinn vill er hægt að bæta við ýmsum dagsferðum.

Sem dæmi má nefna dagsferð til Isla Mujeres, glæsileg eyja í Karabískahafinu. Dagsferð að skoða Cenotes, þar sem þið getið tekið sundsprett í einstakri náttúru. Og síðast en ekki síst dagserð til Chichen Itza þar sem þið getið skoðað sögulegu rústirnar og kynnst fornri menningu landsins.

Innifalið

  • Flug
  • Far til og frá flugvellinum
  • Gisting á 4* hóteli
  • Samgöngur á milli staða

Verð: Frá 395.000 á mann

Hafa samband um ferð

6. Kosta Ríka: 2 vikur

Farðu með hópinn þinn í ógleymanlega ferð um Kosta Ríka yfir hátíðirnar. Þar sem nóg er að gera og sjá, getið þið verið viss um að þetta verður ógleymanleg ferð.

Áður en þú heldur til Kosta Ríka verður millilent í New York (hér getur hópurinn valið um að bæta við nokkrum til að skoða borgina).

Næst liggur leiðin til Kosta Ríka. Þegar þið lendir í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, haldið þið áfram til annað hvort Monteverde eða La Fortuna til að skoða regnskóginn og alla þá mögnuðu náttúru sem Kosta Ríka hefur upp á að bjóða.

Til að toppa allt mun ferðin enda á ströndum Santa Teresa, þar sem þið getið surfa, notið sólarinnar og lifað Pura Vida lífsstílnum!

Eftir tvær vikur af hreinni sælu er kominn tími til að halda heim á leið.

Innifalið

  • Flug
  • Far til og frá flugvellinum
  • Gisting á 4* hóteli
  • Samgöngur á milli staða

Verð: Frá 395.000 á mann

Hafa samband um ferð

Hljómar spennandi?

Langar hópnum að fara í einhverja af þessum ferðum um jólin? Eða kannski einhverja allt aðra? Við getum hjálpað ykkur að setja saman draumaferðina ykkar, sérsniðin fyrir ykkar hóp. Sendið okkur endilega skilaboð og við aðstoðum ykkur.

Fá fría ráðgjöf

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.