{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Upplifðu Ekvador og Galapagos: 7 bestu tillögurnar okkar

Sögulegar nýlendubyggingar í Quito við sólsetur

Suður-Ameríka er hin fullkomna heimsálfa til að kafa djúpt menningu staðarins.

Og við erum hér til að sanna það. Við elskum að ferðast hægt og taka almennilega inn staðinn sem við erum að heimsækja. Til að hvetja þig til að upplifa raunverulega menningu á staðnum þegar þú heimsækir Ekvador og Galapagos höfum við tekið saman smá lista yfir hluti sem þú ættir að íhuga!

Fá fría ferðaráðgjöf

ecuador-waterfall-bridge-pailon-del-diablo-baños-cover
Ekvador: töfrandi dýralíf og grípandi saga
Þar sem það er eitt af smærri löndum Suður-Ameríku er oft litið framhjá Ekvador fyrir stærri nágranna landsins eins og Kólumbíu og Perú. En ekki gera þau mistök að sleppa því, þar sem Ekvador er sannarlega trylltur áfangastaður sem þú þarft að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Ekki aðeins er nóg af útivist til að taka þátt í, eins og gönguferðir og fjallahjólreiðar, heldur er náttúra landsins svo heillandi að þú munt aldrei vilja fara héðan. Bættu við það vinalegt fólk, frábæran mat og Galapagos sem rúsínan í pylsuendanum og þú munt skilja hvers vegna við dáum landið. Lestu meira um lókal og ekta reynslu sem þú getur upplifað í Ekvador.

Oft er litið framhjá Ekvador, en landið hefur upp á margt að bjóða

Ekvador er þekkt fyrir fjölbreytt landslag, þar á meðal Galapagoseyjar, Andesfjöll og Amazon regnskóginn. Það er líka heimili margskonar frumbyggjamenningu, auk fjölda bæja og borga á nýlendutímanum sem eru rík af sögu og byggingarlist. Að auki er landið þekkt fyrir dýrindis matargerð sína, sem er bæði undir áhrifum frumbyggja og spánverja. Vamos!

Man standing on a deserted mountain near Quito in Ecuador

1. Byrjaðu hægt, farðu á lókal markað

Þegar þú ert nýkominn muntu örugglega þurfa smá tíma til að aðlaga þig að nýju umhverfi en þú ættir samt að fara út og skoða lífið á staðnum. Við erum alltaf svöng eftir að hafa borða bragðlausan flugmat, svo að fara út á markað til að fá sér ferska ávexti og snarl er svo sannarlega ekki slæm hugmynd. Þú gætir auðvitað líka farið í matvörubúð, en matarmarkaðir í Ekvador eru oft á viðráðanlegu verði og þú vilt ekki missa af líflegum matarmörkuðum, sem gerir þá að skemmtilegum og spennandi stað til að eyða tímanum þínum á.

Vinsæll matur sem þú gætir fundið á matarkarkaðinum:

  • Plantains: Sterkjuríkur ávöxtum sem er oft steiktur eða bakaður og borinn fram sem meðlæti.
  • Humitas: Humitas eru gufusoðnar maískökur gerðar með ferskum maís og kryddi, vafinn inn í maíshýði.
  • Empanadas: Empanadas eru brauðvasar fylltir með ýmsum fyllingum eins og kjöti, osti eða grænmeti og eru oft bornir fram sem snarl eða forréttur.

Ef þú vilt gera heilan dag úr þessum mælum við með að fara á Otavalo markaðinn, þar sem þú finnur ekki bara mat heldur líka fullt af handverki og fleiru!

2. Farðu í danstíma

Dans er mikilvægur hluti af latneskri menningu og er Ekvador þar engin undantekning. Þar er fullt af mismunandi dansstílum til að læra og njóta þegar þú heimsækir landið, svo það að fara í eins og einn danstíma gæti verið frábær afþreying um kvöldið til að fá smá hreyfingu á meðan þú skemmtir þér.

Vinsælustu dansarnir í Ekvador eru:

  • Salsa: Salsa er upprunnið á Kúbu og er þekkt fyrir kraftmiklar, taktfastar hreyfingar og er oft dansað við líflega suður-ameríska tónlist.

  • Cumbia: Cumbia kemur frá nágrannaríkinu Kólumbíu og einkennist af hröðum, taktföstum hreyfingum og er oft dansað við hressandi, kraftmikla tónlist.

  • Þjóðdansar: Ekvador er heimili fyrir fjölda hefðbundinna þjóðdansa sem eru vinsælir um allt land, þar á meðal Marinera, sem er dansað í strandhéruðum Ekvador, og Sanjuanito, sem er upprunnið í Andeshéruðum Ekvador.

Food market in Ecuador - colourful assortment of fruits
Montanita 3
Æfðu spænskuna þína í hinum raunverulega heimi
Sennilega er spænska eitt besta tungumálið til að læra sem ferðalangur þar sem það er talað í mörgum mismunandi löndum. En hvenær ætlarðu virkilega að finna tíma til að læra það almennilega? Við höfum svarið: á ferðalagi um Suður-Ameríku! Við vitum af reynslu að þú munt fljótt taka upp nýtt tungumál þegar þú verður neyddur til að nota það, svo ferðakennslustofan okkar er fullkomin lausn fyrir þig sem vilt bæta þig á meðan þú ferð í frábært ferðalag. Augljóslega geturðu gert það í Ekvador, en það eru líka tækifæri í nokkrum öðrum spænskumælandi löndum. Láttu okkur vita ef þú vilt vita meira.

3. Heimagisting

Þú gætir hugsað þér að það að gista á hosteli og hóteli sé eini valmöguleikinn þinn þegar kemur að því að ferðast um Ekvador, en við höfum annan spennandi möguleika fyrir þig: heimagistingar! Ólíkt hostelum og hótelum bjóða heimagistingar persónulegri og menningarlegri nálgun, með fullt af fríðindum.

Einn helsti kosturinn er tækifærið til að upplifa lókal menningu og siði af eigin raun. Dvöl í heimagistingu með fjölskyldu á staðnum getur gefið þér einstaka sýn inn í daglegt líf í Ekvador, sem þú færð líklega ekki af því að gista á hóteli eða hosteli. Það er líka frábær leið til að bæta spænskukunnáttu þína. Annar plús: það er venjulega ódýrara en aðrar tegundir gistingar og peningarnir sem þú eyðir renna beint til fjölskyldunnar, sem mun hjálpa til við að styðja við samfélagið og þú munt kynnast fólki sem fáir aðrir ferðalangar fá að gera.

Uppáhalds heimagistingin okkar er að gista hjá Quichua fjölskyldu djúpt í Amazon frumskóginum. Þú munt fræðast um vistkerfið, fara í frumskógargöngur og upplifa meðal annars ekta Shaman helgisiði.

4. Gerast sjálfboðaliði og hjálpa börnunum á götunni

Sem hluti af áhuga þínum um lókal menningu er sjálfboðaliðastarf í miðstöð fyrir götubörn yndisleg leið til að gefa til baka til samfélagsins. Í Quito eiga mörg börn ekki fast heimili og búa á götunni, ein eða með fjölskyldum sínum. Oftar en ekki eru þau háð lími, sem er eina fíkniefnið sem þau hafa efni á. Sinsoluka - sem þýðir 'án líms - er sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að hjálpa þessum börnum og fjölskyldum þeirra sem búa eða hafa búið á götum Quito. Samtökin styðja þá með því að útvega þeim stað til að borða á, til að hafa fataskipti og fara í sturtu. Yngri börnin eru hvött til að mæta í skólann og eftir hádegi aðstoða sjálfboðaliðar þeim við heimanámið og skipuleggja leiki og skemmtilegt verkefni.

Þú getur haft jákvæð áhrif á líf þessara barna og hjálpað þeim að sigrast á áskorunum sem þau standa frammi fyrir. Það er líka frábært tækifæri til að æfa spænskukunnáttu þína í lágstemmdu umhverfi. Það er auðvelt að tala við börnin og hafa samskipti við þau, á meðan þú spilar leiki, íþróttir og stundar aðrar athafnir.

Children playing at Dream Centre Quito, a centre for street children
galapagos-marine-iguana-cover
Galapagoseyjar: fullkominn bónus
Galapagos-eyjar, sem staðsettar eru undan strönd Ekvador, eru vinsæll áfangastaður ferðamanna vegna einstakts og fjölbreytts dýralífs þar sem mörg dýranna hver finnast hvergi annars staðar í heiminum. Að auki bjóða eyjarnar upp á margs konar útivist eins og snorkl, sund og gönguferðir, sem og tækifæri til að sjá jarðmyndanir og fræðast um náttúrusögu eyjanna. Galapagos-eyjar eru einnig á heimsminjaskrá UNESCO, viðurkennd fyrir náttúrufegurð og mikilvægi sem vísindarannsóknarsvæði.

5. Taktu þátt í matreiðslunámskeiði

Ef markaðurinn sem við ræddum um áðan fékk magann til að láta heyra í sér, mun þessi uppástunga koma honum almennilega í gang! Þó að hvert land hafi einkennisrétti, hefur Ekvador mjög fjölbreyttar matreiðsluhefðir sem eru undir áhrifum frumbyggja, spánverjum og Afríku.

Með því að fara á matreiðslunámskeið muntu læra að bæta smá ekvadorísku bragði við matargerðina þína með því að læra um staðbundið hráefni eins og grjón, maís, Andean hnýði og margar mismunandi tegundir af framandi ávöxtum eins og guanabana, ástaraldin, granadilla, svo eitthvað sé nefnt.

6. Hjálpaðu til við að varðveita hinar einstöku Galapagoseyjar

Í vernduðu vistkerfi eins og á Galapagos eyjum er nóg af verndunarverkefnum. Og það frábæra er að þú getur hjálpað til við eitt af þeim! Á San Cristóbal, stærstu Galapagos eyjunni, er nóg af fincas (stórir búgarðar) en aðeins einn þeirra er að fullu lífrænn. Til að varðveita eyjarnar og gróður og dýralíf þeirra er lífrænn landbúnaður eina leiðin fram á við. Tími þinn í verkefninu fer í þau mörgu verkefni sem þarf að vinna á finca, á sama tíma og þú lærir um einstakt umhverfi Galapagos. Jafnvel betra: þú munt líka læra hvernig á að lifa og starfa í sátt við náttúruna og varðveita Galapagos-eyjar í mörg ár fram í tímann.

Mikilvægast er að sjálfboðaliðastarf þýðir ekki að þú missir af öllu því frábæra sem Galapagos hefur upp á að bjóða vegna þess að þú ert upptekinn af vinnu á hverjum einasta degi. Það eru nokkrar mjög flottar skoðunarferðir og markið innbyggt í dvöl þína hér, svo við mælum eindregið með því að skoða þetta ef þú ert að fara að heimsækja Ekvador. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Iguana's on a beach on the Galapagos islands in Ecuador

7. Lærðu spænsku af heimamönnum

Ástæðan fyrir því að margir ungir ferðamenn heimsækja Suður-Ameríku er til að læra tungumálið. Ekvador er fullkominn áfangastaður til að gera það, sérstaklega þegar því er blandað saman við aðra starfsemi. Spænsku- og surfbúðir okkar gara þér kleift að sameina spænskutímana þína við mikið af surfi. Sem bónus muntu hitta frábært fólk á meðan þú lærir, sem er líklega besta byrjunin á ævintýrinu þínu í Ekvador.

8. Gengið um Andesfjöllin

Þegar þú heimsækir Ekvador ætti að ferðin þín að innihalda að minnsta kosti gönguferð eða gönguferð um Andesfjöllin. Svæðið er einfaldlega fallegt og það eru ýmsar mismunandi ferðir sem þú getur farið í sem samræmast þolinu þínu. Við skulum taka dæmi um nokkrar sem við elskum:

  • Chimborazo eldfjallagangan: Þetta er hæsta eldfjall í Ekvador og hæsti tindur í heimi miðað við miðju jarðar. Þetta er líka ein erfiðasta gangan í landinu en útsýnið yfir Andesfjöllin gera han vel þess virði.

  • Cotopaxi ferðin: Að klifra upp á tind Cotopaxi eldfjallsins er ekki jafn krefjandi, meira svona millistig, en algjörlega frábær upplifun. Það krefst smá þjálfunar og viðeigandi búnaðar, en útsýnið frá toppnum er tryllt.

  • Ef þú vilt eitthvað minna krefjandi skaltu heimsækja Llanganates þjóðgarðinn. Þessi þjóðgarður býður upp á mikið af gönguleiðum sem henta mismunandi færnistigum. Þú munt njóta fallegs Andeslandslags, með gott tækifæri til að koma auga á dýralíf og tækifæri til að heimsækja frumbyggjasamfélög.

Llama laying in a valley in Guayaquil, Ecuador with snow-topped mountains in the background

Ekvador bíður eftir þér

Ef allt hérna fyrir ofan hljómar eins og draumaferðin þín, þá mælum við með að þú skrifir okkur í gegnum hnappinn hér að neðan og við setjum saman hina fullkomnu ferð fyrir þig - án bindingar. Ferðasérfræðingar okkar þekkja öll bestu ráðin og hvernig þú getur nýtt ferðina sem best.

Skrifa okkur

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.