Ertu á aldrinum 23-31 og langar að leggja í gönguævintýri með öðrum íslenskum ferðalöngum á þínum aldri?
Kilroy og Útilíf eiga einn hlut sameiginlegan. Við ELSKUM gönguferðir. Við viljum þess vegna leggja saman í klikkaða gönguferð á Balkanskaganum, þar sem þú færð að kynnast lókal lífinu og mögnuðu landsslagi með öðrum ungum íslenskum ferðalöngum!
Í þessari einstöku ferð höldum við til Albaníu, Kósóvó og Svartfjallalands í 11 daga gönguævintýri með litlum hóp af ungum íslenskum ferðalöngum. Þú munt fá að ganga upp dynjandi fjöll, gista í litlum þorpum, elda hefðbundinn kvöldmat, upplifa næturlífið og svo mikið meira. Þessi ferð er einungis með staka brottför og takmörkuð pláss í boði, svo hverju ertu að bíða eftir!
Ekki skemmir fyrir að þú fáir 30% afslátt af öllum fatnaði og göngubúnaði í Útilífi sem þú gætir þurft á að halda fyrir ferðalagið.
Langar þig með?
Hvað kostar ferðin?
Ferðin kostar frá 290.000 ISK og innifalið er:
- Flug til- og frá Tirana
- 8 nætur í Albaníu og 2 nætur í Svartfjallalandi
- 10x morgunverðir, 6x hádegisverðir, 7x kvöldverðir
- Leiðsögumaður
- Staðbundnar samgöngur
- Brottfararfundur
- Léttar veitingar og drykkir með Kilroy og Útilíf fyrir brottför
- Gönguferð um Tirana með leiðsögn
- Matreiðslunámskeið
- Komu- og kveðjumáltíð
- 30% afsláttur af ferðabúnaði hjá Útilíf
Hvert er aldursbilið?
Ef að þú ert á aldrinum 23-31 þá er þetta ferðin fyrir þig! Þetta ferðalag gefur þér tækifæri til að eignast nýja vini, skiptast á sögum og skemmta þér með öðrum ferðalöngum á þínum aldri.
Hvenær er brottför í ferðina?
Mirëseardhje - eða velkomin - til Albaníu! Ferðalagið byrjar með látum þann 07. september með flugi til Tirana. Næstu 10 dagana muntu svo ferðast til Svartfjallalands og Kósóvó áður en við fljúgum heim þann 19. september.
Hvað eru mörg pláss í boði?
Það eru einungis 12 sæti í boði fyrir gönguferðina - svona tryggjum við að hópurinn nái allur að njóta sín og upplifunin sé eins persónuleg og hún getur verið!
Þú færð líka að kynnast ferðafélögunum þínum áður en þið haldið af stað! Mánuði fyrir brottför er ykkur boðið í léttar veitingar og drykki með Kilroy og Útilíf þar sem við förum yfir ferðina og þið fáið tækifæri til þess að kynnast fyrir ferðalagið í september.
Hvernig skrái ég mig?
Það er ótrúlega einfalt að skrá sig! Sendu okkur skilaboð um að þig langi í þessa ferð og við svörum þér um hæl með frekari upplýsingar.
Hafðu samband hérna
Þú getur nálgast skilmála fyrir þessa gönguferð hérna.
Viltu vita meira?