Dóminíska lýðveldið liggur á fjallaeyjunni Hispaniola, en deilir henni með Haítí. Hún er mitt á milli Norður-Ameríku og Suður-Ameríku og telst því til Karabíska eyjaklasans, en hann inniheldur um 7000 eyjar sem eru mjög vinsælar meðal strandunnenda. Og skyldi engan undra! Hér er náttúran falleg, útsýnið ótrúlegt og veðrið hlýtt og sólríkt allan ársins hring. Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna ferðir og flug til Dóminíska lýðveldisins.
Hvað á að gera?
Í Dóminíska lýðveldinu er auðvelt að halda að maður sé kominn inn í póstkort. Hér eru iðagrænir dalir, dynjandi fossar og há, skógi vaxin fjöll. Ekki gleyma ólýsanlegu útsýninu yfir hafið, sem hefur að geyma kóralrif, litríka fiska og skjaldbökur. Og þú getur séð það allt með eigin augum. Mundu bara eftir sundfötunum og snorklgræjunum!
Kominn með nóg af rólega strandarlífinu? Hvernig væri að skella sér í göngu? Hæsti tindur eyjunnar, og reyndar hæsti tindur allra Karabísku eyjanna, heitir Pico Duarte. Ef þú fílar erfiðar fjallgöngur og hefur ekkert á móti því að svitna smá, þá viltu kanski reyna að klífa þetta fjall upp að tindinum í nærri 3000 m. hæð yfir sjávarmáli. Ferðin í heild tekur tvo til þrjá daga og gönguleiðin þangað er útbúin svefnskálum með reglulegu millibili. Svo er líka hægt að sjá lægsta punkt Karabísku eyjanna, stöðuvatnið Lago de Enriquillo, sem liggur 30 metra undir sjávarmáli og er þrefalt saltara en vatnið í sjónum.
Þú getur einnig heimsótt einn af þjóðgörðum eyjunnar. Það standa nokkrir þjóðgarðar til boða, t.d. Este National Park, en þar má sjá iguana eðlur, höfrunga, leðurblökur og forn hellamálverk. Það er eitt af allra helstu perlum Dóminíska lýðveldisins og við mælum sterklega með því þegar þig langar í tilbreytingu frá ströndunum.
Dóminíska lýðveldið uppgötvuð af Kólumbusi
Eyjan Hispaniola var uppgötvuð árið 1492 af Kólumbusi, sem notaði eyjuna sem nokkurskonar stökkpall fyrir fyrstu leiðangrana sína í “Nýja Heiminn”. Enn í dag má sjá mörg ummerki nýlendutímabilsins í Dóminíska lýðveldinu. Það sést á byggingarstílnum og einnig á mörgum athyglisverðum fornum húsum og kirkjum. Þar að auki má sjá hér fyrsta háskóla Ameríku, sem opnaði árið 1538. Aðal tungumálið er spænska en menningin er líka undir áhrifum frá Frakklandi, Afríku og Haítí.