Pasta, pítsa og fótbolti er það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar hugsað er um Ítalíu. En Ítalía hefur uppá svo miklu meira að bjóða. Fyrst of fremst er Ítalía ríkt af menningu og sögu. Í höfuðborginni Róm geturðu skoðað sögufræga staði eins og Kólosseum, Fortum Romanum og Vatíkanið. Ef ferðast er lengra suður á bóginn finnurðu borgina Pompeii og virka eldfjallið Vesuvius. Pompei var þakið ösku eftir eldgosið í Vesuvius árið 79 eftir Krist. Hér hefur tíminn staðið í stað og hér geturðu komist í snertingu við forna tíma!
Borgarferðir til Ítalíu
Það er erfitt að láta ekki heillast af sjarma borga sem Flórens, Siena, Písa og margra annarra. Þessar borgir búa að ótrúlegri sögu, minjum og upplifunum fyrir ferðamanninn.
Vinsælt er að fara í borgarferð til Ítalíu og sérstaklega er Róm vinsæl ferðamannaborg því þar er mikið af fornum byggingum. Ef þú vilt halda þig í nútímanum skaltu fara til Mílanó. Í Mílanó er öflugt efnahagslíf en einnig er hún heimili tísku og hönnunar. Hér finnurðu fullt af fallegu, flottklæddu fólki, fallegum strætum og kirkjum (ekki missa af áhrifamiklu Duomo Milano) og að sjálfsögu er hér stolt Ítala, Milan og Inter. Farðu á leik á San Siro, það er ógleymanleg upplifun. Frá Mílanó er auðveldlega hægt að nálgast skíðasvæði á heimsklassa.
Einnig eru afar vinsælar borgirnar Flórens og Bologna og ef þú ert að leita að rómantík þá eru Feneyjar augljós áfangastaður. Það er erfitt að segja hver þeirra er fallegust - allar ítalskar borgir búa yfir fegurð hver á sinn hátt. Vel varðveittar kirkjur og staðir, mjóar götur, fín veitingahús, ástríða og skapgerð Ítala. Allt gerir þetta borgir Ítalíu einstakar minningar sem seint gleymast.
Ferðastu til stóru eyjanna
Silkiley er algjört æði. Hér eru frábærar strendur og borgir, eins og Palermo sem hafa allt sem þú getur dreymt um.
Á Sardiníu er vinsælt að fara í köfun. Vatnið hér er kristaltær og hér geturðu kafað að skipsflökum á sjávarbotni. Sardinía er þekkt fyrir óviðjafnanlega fegurð, langar hvítar strendur og hvassa kalksteinskletta sem skaga langt út í hafið.
Farðu í roadtrip eða gönguferðir
Á Ítalíu eru mörg svæði og héruð sem eru fullkomin til að skoða, annaðhvort í bíl eða fótgangandi. Við ábyrgjumst að þú verður ekki fyrir vonbrigðum ef þú heimsækir hið fræga Toscana hérað sem liggur norðan megin við Róm. Landslagið hér er óviðjafnanlegt og hægt að líka við málverk frá endurreisnar tímabilinu. Fjarlægðin á milli borga og þorpa er stutt og nátturan tilvalin fyrir gönguferðir. Það eru margir góðir göngustígar að velja úr og skipulagning þeirra er góð. Annað svæði sem best er að skoða á bíl, er hin fallega sjávarströnd Amalfi. Standlengjan nær frá Sorrento til Salerno og er rómuð fyrir nátturufegurð og sjarmerandi smáþorp sem bókstaflega hanga í fjallahlíðum niður að hafinu. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma ölpunum sem er tilvalin staður fyrir lengri gönguferðir. Hér njóta göngugarpar sín. Ef þú ertu að spá í Evrópuferð skaltu hafa í huga að Ítalía getur verið frábær staður til að hefja ferðina. Margar ferjur leggja frá Bari eða Brindisi til Grikklands eða þú gætir jafnvel farið með ferju yfir Adríahafið til Króatíu en einnig getur Ítalía til dæmis verið byrjun á ferð um Adríahafið.