Google+

Explore life heimspekin

„Explore life″ heimspekin dregur saman allt það sem við hjá KILROY stöndum fyrir. Hvort sem þú vilt ferðast um heiminn, vinna í sjálfboðastarfi eða að læra erlendis, þá er kjarninn alltaf sá sami; að kanna og þróa þína eigin möguleika. Lífið snýst um að skapa sjálfan sig.

„Explore life″ heimspekin:

"Life is about exploring the moments that matter. Moments that no one can take away from you, that will stay with you forever.

Maybe it’s time to leave and discover what you always wanted to achieve, find the places you always dreamt of, but only vaguely imagined experiencing.

Perhaps you need to challenge yourself; realize who you are and embrace who you are becoming.

Perhaps you just have to get lost to find yourself.

There is something out there that will define you!" 

Kannaðu lífið í gegnum ferðalög

KILROY er þín hurð að heiminum. Við bjóðum upp á þúsundir ólíkra ævintýraferða og upplifana sem munu án efa vekja hjá þér ferðaþrá. Þú eignast nýja vini á ferðinni og deilir upplifuninni með fólki sem er með sama hugarfar og þú. Við sérsníðum ferðina svo að hún innihaldi þá áfangastaði sem þig langar mest að heimsækja og getum sameinað þessa áfangastaði svo að úr verði mögnuð heimsreisa.

Surfaðu í heiðbláum sjó, kafaðu eftir leyndum fjársjóðum eða farðu í sjálfboðastarf þangað sem neyðin er mest. Þú getur líka farið í málaskóla í byrjun ferðarinnar og orðið færari um að eiga samskipti við heimamenn.

Kannaðu lífið í gegnum nám

Við viljum uppfylla drauma þína um nám erlendis. Þú getur farið í skiptinám eða tekið heila gráðu erlendis, bæði á grunn- og framhaldsstigi, og hlotið ógleymanlega reynslu. Þú eignast nýja vini víðsvegar að úr heiminum á meðan þú býrð í nýju landi, aðlagast nýjum hefðum og venjum og undirbýrð þig undir framtíðina. Við bjóðum einnig  starfsnám og þeir sem skara fram úr í íþróttum og vilja halda áfram að bæta sig í sinni íþrótt á sama tíma og þeir einbeita sér að náminu geta sótt um íþróttastyrk.

Kannaðu lífið...án þess að verða gjaldþrota!

Við vitum að það er ekki ódýrt að ferðast. Það getur verið erfitt að halda aftur að sér á meðan maður er á ferðinni. Og af hverju ættirðu að gera það? Í staðinn getur þú kíkt á ráðleggingar okkar um kostnað og útgjöld og fengið ráðleggingar hjá ferðaráðgjöfum okkar um hversu lengi ráðstöfunarfé þitt mun nýtast.

Þú skalt ekki gleyma ISIC kortinu þínu, en það getur gert ferðalagið örlítið betra og einfaldara. Það veitir þér aðgang að yfir 40.000 afsláttum um allan heim, allt frá veitingastöðum, söfnum og skemmtigörðum til fatakaupa, bóka og raftækja. Frekar gott, ekki satt?

Svo drífðu þig af stað og sjáðu, finndu, lyktaðu og smakkaðu allt það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Kannaðu lífið með KILROY!

Eftir hverju ertu að bíða?
Ég vil fara!
Contact